Markmið Stafræna hæfniklasans eru skýr og þau eru að auka vitundarvakningu íslenskra fyrirtækja um mikilvægi þess að huga að stafrænni umbreytingu. Á vettvangi klasans verði fyrirtæki hvött til að gefa stafrænum málum aukið rými í daglegu starfi, auk þess að stuðla að eflingu stafrænnar hæfni og þjálfun starfsmanna svo þau geti með öryggi og vilja verið þátttakendur í þessari vegferð.
Við viljum með tilvist Stafræna hæfniklasans að til verði samfélag þar sem fyrirtæki og starfsfólk getur leitað til í sinni stafrænu vegferð, hvort sem það er til að fá ráðgjöf, hlusta á raunasögur eða efla sína stafræna hæfni hjá sjálfum sér eða öðrum.
Við munum ekki ná markmiðum okkar ein og því viljum við vinna þétt með fyrirtækjum, ráðgjöfum og fræðsluaðilum sem koma að stafrænum lausnum og stafrænni fræðslu. Einnig viljum við vinna með fyrirtækjum og heyra hvað þeim vantar til að taka næsta skref í sinni stafrænu vegferð. Við viljum vera vettvangur þar sem þú getur nálgast það sem þig vantar í þinni stafrænu vegferð.
Stafræna bilið verður ekki brúað öðruvísi en með samvinnu okkar allra.
Eva Karen Þórðardóttir
Framkvæmdastjóri
eva@stafraent.is