Skip to main content

Um okkur

Markmið og hlutverk stafræns hæfnisklasa verður að efla stafræna hæfni í íslensku atvinnulífi og á vinnumarkaði. Þannig aukum við samkeppnishæfni, verðmætasköpun og lífsgæði okkar allra.

Orð frá framkvæmdastjóra

Markmið Stafræna hæfniklasans eru skýr og þau eru að auka vitundarvakningu íslenskra fyrirtækja um mikilvægi þess að huga að stafrænni umbreytingu. Á vettvangi klasans verði fyrirtæki hvött til að gefa stafrænum málum aukið rými í daglegu starfi, auk þess að stuðla að eflingu stafrænnar hæfni og þjálfun starfsmanna svo þau geti með öryggi og vilja verið þátttakendur í þessari vegferð.

Við viljum með tilvist Stafræna hæfniklasans að til verði samfélag þar sem fyrirtæki og starfsfólk getur leitað til í sinni stafrænu vegferð, hvort sem það er til að fá ráðgjöf, hlusta á raunasögur eða efla sína stafræna hæfni hjá sjálfum sér eða öðrum.

Við munum ekki ná markmiðum okkar ein og því viljum við vinna þétt með fyrirtækjum, ráðgjöfum og fræðsluaðilum sem koma að stafrænum lausnum og stafrænni fræðslu. Einnig viljum við vinna með fyrirtækjum og heyra hvað þeim vantar til að taka næsta skref í sinni stafrænu vegferð. Við viljum vera vettvangur þar sem þú getur nálgast það sem þig vantar í þinni stafrænu vegferð.

Stafræna bilið verður ekki brúað öðruvísi en með samvinnu okkar allra.

Eva Karen Þórðardóttir

Framkvæmdastjóri
eva@stafraent.is

Eigendur stafræna hæfnisklasans

Í Evrópu og á Norðurlöndunum er unnið að því að auka möguleika landanna sem þeim tilheyra til að verða leiðandi í stafrænni þróun (Sjá nánar í hvatningu SVÞ og VR til stjórnvalda). Á Íslandi hefur verið byggt upp sterkt nýsköpunarsamfélag og stuðningur við nýsköpun er tilstaðar. Ný stefna stjórnvalda um nýsköpun og stefna um klasa ýtir undir þessa þróun. Unnið er markvisst að innleiðingu stafrænnar þjónustu hjá hinu opinbera með verkefni eins og Stafrænt Ísland. Samtök verslunar- og þjónustu, VR og HR hafa fundið þörf fyrir stuðning við fyrirtæki og starfsfólk á almennum vinnumarkaði við stafræna umbreytingu í viðskiptalífinu og vegna hraðrar þróun starfa. Megin þorri fyrirtækja á almennum markaði eru lítil og meðalstór sem hafa oft á tíðum litla sérþekkingu á málefnum stafrænnar umbreytingar. Það er vilji VR, HR og SVÞ að á Íslandi geti fyrirtæki og starfsfólk á almennum markaði tekið þátt í yfirvofandi breytingum af öryggi og faglegheitum. Þess vegna áttu þessir aðilar frumkvæði að því að setja Stafræna hæfniklasann á fót.

Stjórnin

Ólafur Andri Ragnarsson

Stjórnarmaður f.h. HR

Dagný Laxdal

Stjórnarkona f.h. SVþ

Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir

Stjórnarkona f.h. VR

Vinnum saman

Hvað vantar þig/ykkur í ykkar stafrænu vegferð

Með því að heyra hvaða upplýsingar þig vantar eða hvaða fræðsla og þjálfun myndi nýtast getum við hjálpað þér og vonandi fleirum.

Senda ábendingu