Skip to main content

Rannsóknir & verkfæri

Margt af því sem við fáumst við í lífi og starfi krefst orðið notkun á tækni. Hvort sem það eru samskipti, öryggi, upplýsingar, verkfæri eða verkefnalausn. Þekking og sjálfsöryggi við notkun á tæknilausnum kemur ekki af sjálfu sér en það er hægt að þjálfa stafræna hæfni eins og hverja aðra hæfni. Byrjaðu hér að taka fyrstu skrefin í átt að aukinni stafrænni hæfni.

Rannsóknir

Stafræn hæfnikönnun fyrir stjórnendur & almenning

Stafræni hæfniklasinn hefur staðið að tveimur rannsóknum á stafrænni hæfni. Annars vegar höfum við verið að skoða stafræna hæfni stjórnenda og á hvaða stafræna þroskastigi stjórnendur telja fyrirtækið sem það starfar hjá vera í og hins vegar höfum við rannsakað stafræna hæfni hjá almenningi. 

Þessar rannsóknir voru unnar í samstarfi við Prósent. 

Hér er hægt að nálgast niðurstöður rannsóknarinnar.

Kannaðu þína stafrænu hæfni

Stafræna hæfni hjólið

Hvernig stendur þú þegar kemur að örum tæknibreytingum í samfélaginu og á þínum vinnustað? Hér geturðu smellt og metið  hvar þín stafræna hæfni liggur og hver væru þín næstu skref í þeirri vegferð.

Smelltu hér og taktu og taktu rafrænt sjálfsmat þér að kostnaðarlausu.  Sjálfsmatið byggir á skilgreindum grunnþáttum stafrænnar hæfni frá DIGCOMP sem er eitt af rannsóknarverkefnum Evrópusambandsins í tengslum við stafræna þróun.

Digital skills & job platform

Stafræn færni er að verða nauðsynleg fyrir alla. Í vinnunni, heima eða í skólanum notum við snjallsíma, tölvur og spjaldtölvur og þurfum að kunna að ná tökum á þeim. Til að panta pizzu, borga reikning eða skipuleggja vinnufund eru stafræn tæki og netið ómissandi fyrir líf okkar og starf. En hvernig á að vita hvort þú hafir rétta stafræna færni? Prófaðu að taka taka þessa könnun sem er byggð á  evrópska stafræna hæfnirammanum – DigComp 2.0 og sjá hvar þú stendur. ( Athugið þessi könnun er á ensku )

Að könnuninni lokinni er þér vísað á opin námskeið til þess að auka færni þína í þeim hæfniþáttum sem þú mátt bæta.

Taka könnun

Hvar er þitt fyrirtæki statt?

Hvar er þitt fyrirtæki statt þegar kemur að stafrænni hæfni.
Taktu prófið!

Stafræni hæfniklasinn er að leggja lokahönd á greiningartól fyrir fyrirtæki til að meta hvar þau eru stödd í sinni stafrænu vegferð og hvaða þjálfun og fræðslu þarf til að þróast á næsta skref.

Við munum upplýsa um leið og við höfum opnað fyrir greiningarnar á heimasíðunni okkar og einnig með því að senda á póstlistann.

Námskeið

Stafræni hæfniklasinn er að vinna með fræðsluaðilum að útbúa námskeið sem nýtast til að auka stafræna hæfni einstaklinga sem og starfsmanna og stjórnenda innan fyrirtækja.

Námskeiðin mun verða fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Námskeiðin eru unnin út frá eftirspurn einstaklinga og stjórnenda innan fyrirtækja sem sjá má nánar í rannsóknunum hér að ofan.

Við munum upplýsa um leið og við höfum opnað fyrir námskeiðin inn á síðunni okkar og með því að senda á póstlistana okkar.

Stafrænn leiðtogi að láni

Stafræni hæfniklasinn er að vinna að verkefni sem kallast Stafrænn leiðtogi að láni. En þar gefst fyrirtækjum kostur á að fá til sín stafrænan leiðtoga að láni til að aðstoða við næstu skref er varðar stafræna vegferð og einnig stafræna hæfni starfsfólksins.

Við munum upplýsa um leið og við höfum opnað fyrir námskeiðin inni á síðunni okkar og með því að senda á póstlistana okkar.

Vinnum saman

Hvað vantar þig/ykkur í ykkar stafrænu vegferð

Með því að heyra hvaða upplýsingar þig vantar eða hvaða fræðsla og þjálfun myndi nýtast getum við hjálpað þér og vonandi fleirum.

Senda ábendingu