Skip to main content
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Snjallvæðingin er framundan

15. mars, 2022 @ 09:00 - 10:00

Frítt

Það er deginum ljósara að samkeppnishæfni í tæknivæddum heimi grundvallast í auknum mæli á hagnýtingu gagna í snjöllum lausnum.  Sífellt fleiri svið stafvæðast með tilheyrandi gagnasöfnun sem skapar kjöraðstæður fyrir næsta skref á vegferðinni. Snjallvæðingin er framundan.

Gagnadrifnar og snjallar lausnir nýta gögn og snjöll reiknirit. Slíkar lausnir sjálfvirknivæða ýmis verkefni sem áður hefðu krafist aðkomu starfsfólks, sérsníða og bæta upplifun viðskiptavina, draga úr sóun, óvissu og áhættu í rekstri, veita nýja innsýn og styðja við ný viðskiptamódel.                         

Verkefnið framundan er að koma á hringrás gagna, útreikninga og ákvarðana sem skila virði. Eitt er víst,þau fyrirtæki sem ná tökum á tækninni munu standa með pálmann í höndunum. En hin munu eiga erfitt uppdráttar. í fyrirlestrinum verður fjallað um snjallvæðinguna og skrefin sem þarf að taka til að hagnýta tæknina – gervigreindartækni – með skynsamlegum hætti í starfsemi fyrirtækja og stofnana.

Fyrirlesari: Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi DataLAb.

Hann hefur um árabil aðstoðað fyrirtæki og stofnanir að koma á hringrás gagna, útreikninga og ákvarðana sem skila virði. Bæði sem ráðgjafi á Íslandi og í Englandi og sem starfsmaður hjá Marel og Landsbankanum. Árið 2016 stofnaði Brynjólfur tækni- og ráðgjafarfyrirtækið DataLab sem þróar gagnadrifnar og snjallar lausnir og leiðir íslensk fyrirtæki og stofnanir inn í gagnadrifna framtíð.  Hjá fyrirtækinu starfar einvala lið sérfræðinga í hagnýtigu gagna.

Smelltu hér til að fara inn á linkinn á fyrirlesturinn

 

                                                         

Upplýsingar

Hvenær:
15. mars, 2022
Klukkan:
09:00 - 10:00
Cost:
Frítt