Skip to main content
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Stafræn vegferð

1. mars, 2022 @ 09:00 - 10:00

Frítt

Dagskrá

Stafræn vegferð snýst ekki bara um tækni, heldur að skapa nýjar leiðir til viðskipta. Sesselía hefur starfað við ýmiskonar stafræn verkefni síðastliðin 16 ár bæði hérlendis og erlendis og deilir reynslu sinni af helstu áskorunum og lærdómi tengdum þeim verkefnum. Fjallað verður meðal annars um mikilvægi þess að fyrirtæki hafi skýra sýn, hlutverk viðskiptaeininga og stjórnenda í stafrænni þróun. Hvaða mistök eru fyrirtæki oftast að gera í stafrænni vegferð? Hvernig geta fyrirtæki aukið líkur sínar að ná árangri í sinni stafrænu vegferð?

Fyrirlesarar
Sesselía Birgisdóttir

Sesselía starfar nú sem forstöðumaður nýsköpunar og markaðsmála hjá Högum og hefur hún yfir 16 ára reynslu í fjölbreyttum og krefjandi alþjóðlegum verkefnum. Síðustu árin hefur hún starfað sem stjórnandi þar sem áhersla hefur verið á stafræna þróun og sölu-, þjónustu- og markaðsmál m.a. sem framkvæmdastjóri þjónustu og markaðar hjá Íslandspósti og forstöðumaður stafrænna miðla og markaðsmála hjá Advania. Hún bjó einnig lengi í Svíþjóð þar sem hún stofnaði alþjóðlegu leigumiðlunina Red Apple Apartments og vann við ráðgjöf. Sesselía er með tvær mastersgráður frá Lundarháskóla í Svíþjóð; Stjórnun mannauðs með áherslu á þekkingar- og breytingarstjórnun og Alþjóðlegri markaðssetningu og vörumerkjastjórnum.

Hér má finna link á viðburðinn.

Upplýsingar

Hvenær:
1. mars, 2022
Klukkan:
09:00 - 10:00
Cost:
Frítt

Skipuleggjandi

Stafræni hæfnisklasinn
Email
eva@stafraent.is