Fyrirtækið Svar astoðar fyrirtæki að samþátta rekstrarlausnir
Skýjalausnir sem skalast niður í minnstu einingar upp í stærstu samsteypur.
Allir njóta góðs af allri þróun.
Í eldri viðskiptakerfum voru sér lausnir yfirleitt skrifaðar inn í sjálf viðskiptakerfin. Kerfin voru sett upp á netþjónum innandyra og var rekstrarkostnaður oft ansi mikill og krafðist sérþekkingar. Uppfærslur voru sértækar og kröfðust oft á tíðum nýrrar innleiðingar, fyrirtækin veigruðu sér við að uppfæra sökum mikils kostnaðar. Þær breytingar sem hafa átt sér stað undanfarið eru netþjónar innanhúss eru að hverfa og tilheyra þeir gamla tímanum og eldri lausnum. Nú eru þróunin sú að skýja lausnir eru að taka við innandyra netþjónum.
Megin ástæða þess að skýjalausnir eru framtíðin er þríþætt:
- Með tilkomu ljósleiðarans skiptir ekki lengur máli hvar gögnin eru geymd, þau birtast á broti úr sekúndu hvar sem þau eru í heiminum.
- Í skýjalausnum, þar sem allir eru í sömu útgáfunni af lausninni, er hagkvæmnin margföld. Uppfærslur og framþróun er dreifist á marga aðila. Kerfin verða ódýrari og skilvirkari.
- Nútíma forritaskil eða API tengingar gera það að verkum að mismundani forrit tala saman á auðveldan hátt. Skilgreindur API í einu forriti talar við annað forrit á þekktu sniði án vandamála.
Hver man ekki eftir eldri útgáfum af Word, Excel og Power Point áður en þær lausnir urðu skýjalausnir. Kostnaður var mikil og kerfin töluðu illa saman. Í dag er engin að hugsa lengur um nýjar úgáfur af Microsoft 365, þær koma reglulega og kosta ekkert aukalega. Greitt er fast lágt mánaðargjald, sem er í raun ótrúlega lágt miðað við þá lausn sem fylgir með, þó svo að flestir noti aðeins hluta af henni. Nútíma upplýsingakerfi eins og Uniconta eru einmitt slík lausn. Innleiðing er yfirleitt mun minni en eldri kerfin voru, uppfærslur og nýjungar koma á 5-6 vikna fresti, mánaðargjöldum er verulega stillt í hóf. Sérlausnir fyrir íslenska markaðinn eru gerðar einusinni fyrir alla þá sem eru að nota Uniconta. Má þar nefna t.d. rafræna reikninga, samskipti við banka, tollakerfi og vsk. skil. Allt er þetta rafrænt og innbyggt í grunnkerfi Uniconta.
Höfundur greinar er Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Svar ehf.