Skip to main content

Sjálfvirknivæðing með gervigreind að vopni mun á þessum áratug búa til verðmæti í heimshagkerfinu sem svarar til um 15,7 þúsund milljörðum dollara. Það má sannarlega tala um nýtt gullæði í þessu samhengi fyrir þau fyrirtæki sem tekst að tileinka sér og aðlagast hinni nýju tækni. Þau hin sömu hafa möguleika á miklum vexti og nýjum tækifærum í næstu framtíð.

Gervigreindin mun hafa álíka þýðingu fyrir líf okkar og hagkerfi heimsins og innreið internetsins á sínum tíma og rafmagnsins um 100 árum áður.

En umskiptin verða erfið fyrir marga, einstaklinga jafnt sem fyrirtæki og stofnanir. Gervigreind og snjallar gagnalausnir krefjast fjárfestinga, bæði í innviðum og mannauði auk flókinnar samþættingar við heildarstefnu og menningu fyrirtækja.

Margt getur farið útskeiðis í slíkri vinnu.

Snjalllausnir fela einnig í sér vinnslu gríðarlegs magns gagna, sem er eldsneyti gervigreindarinnar, en vinnslan felur í sér alls kyns áskoranir og flækjur í sambandi við staðla, lög og reglugerðir, svo ekki sé minnst á fjölmörg siðferðisleg álitamál.

Hindranir og flækjur eru margar í veginum og hver og ein þeirra getur dugað til að stoppa flesta í sporunum: Er gervigreindin eitthvað sem hentar okkur? Passar tæknin við okkar starfsemi eða rekstur? Er þetta ekki bara einhver furðuleg framtíðarmúsík sem borgar sig ekkert að pæla í?

Á sínum tíma voru þeir til sem hugsuðu á svipaðan hátt um rafmagnið, símann og internetið. Þau fyrirtæki sem hunsuðu kall tímans þá lögðu upp laupana skömmu síðar.

Á hvaða vegferð verður fyrirtæki þitt eftir nokkur ár?

HELSTU PUNKTAR TIL AÐ TAKA MEÐ

  • Gervigreindin er að ryðja sér til rúms í öllum geirum og atvinnugreinum.
  • Þeir sem ekki huga að möguleikum gagnalausna á næstunni verða undir í samkeppni – líkt og þeir sem hunsuðu rafmagnið og internetið á sínum tíma
  • Það eru margar áskoranir í veginum fyrir byrjendur í snjallverkefnum sem varða tækni, samskipti og menningu
  • Aldrei hefur þó verið eins auðvelt að hefja snjallvæðinguna, þökk sé gagnasmiðjum eins og Dataiku, sem Datalab starfar náið með

Er fyrirtæki þitt tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Hjá DataLab starfa sérfræðingar á sviði hagnýtingar gagna í snjöllum lausnum sem m.a. aðstoða við stefnumótun, fræðslu og leiðsögn vegna hagnýtingar slíkra lausna.Hafðu samband og fáðu stutta kynningu á möguleikum gagnadrifinna og snjallra lausna þér að kostnaðarlausu.