Skip to main content

Með þeirri þróun sem við höfum séð og upplifað síðastliðin tvö ár hefur krafan á umbreytingu og hraða aðlögun fyrir starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja raungerst hraðar en flest okkar áttu von á.  Þessi jákvæða þróun er í raun tækifæri fyrir stafrænu hringrásina og alla hagaðila hennar.

Stjórnendur þurfa að umbreyta vinnuferlum hratt til að bregðast við breyttum þörfum allra hagaðila með gagnadrifnum ákvörðunum sem m.a. gilda um mannauðsstjórnun, sölu, markaðssetningu, dreifingu og framleiðslu.  Í öllu þessu er tæknin, og ekki síst gagnagreiningar, lykillinn í breytingarstjórnuninni og þar með reynir mikið á raunverulega stafræna seiglu fyrirtækja (getu til tæknilegrar aðlögunar) og stafræns læsis starfsfólks.

Skoðum aðeins dýpra áhrif hins nýja veruleika…

Um leið og við byggjum til framtíðar er spurningin um hvernig tökum við upplýstari ákvarðanir beintengd stafrænni seiglu og starfrænu læsi.  Í þeim raunveruleika er minna pláss fyrir mistök við ákvarðanatöku, minni frávik í fjárhagsáætlunum og almennt minna umburðarlyndi fyrir lítt ígrunduðum ákvörðunum byggðum á úreltum upplýsingum. Fyrirtæki og stofnanir verða að hugsa betur um áhrif ákvarðana, á öllum sviðum, á fjárhagsleg og samfélagsleg áhrif þeirra. 

Nýr raunveruleiki

Í þessu eru þrjár lykilbreytingar augljósir hvatar að aukinni stafrænni seiglu og stafrænu læsi:

1) Fjarvinna: Rekstrareiningar af öllum stærðum og gerðum standa frammi fyrir erfiðum valkostum. Mikið er hugsað um að lágmarka kostnað, endurhugsa starfsemina, beina framleiðni í nýjar áttir, virkja samtal og samstarf við alla hagaðila með nýjum vinnuferlum sem að einhverju leiti er drifið af fjarvinnu. 

Nýleg könnun Maskínu sýnir að um 40% starfsmanna hafi áhuga á að vinna í fjarvinnu eftir faraldurinn.  Eins spáir Gartner því að 48% starfsmanna muni vinna í fjarvinnu við lok heimsfaraldurs samanborið við aðeins 30% áður.  Hvað sem úr verður er ljóst að umhverfið hefur breyst.

Þörfin fyrir stafræna seiglu og umbreytingu hefur aukist frá því fyrir Covid þegar 55% fyrirtækja lögðu mesta áherslu á skilvirkni í stað stafrænnar seiglu, sem gerði þau viðkvæmari fyrir ytri aðstæðum.

2) Þróun væntinga starfsfólks: Á meðan við höldum áfram að tileinka okkur tækniframfarir á meiri hraða en áður mun næsta kynslóð vinnuafls gera ráð fyrir stafrænum og sjálfvirkum lausnum í takt við stafrænt líf þeirra þar sem stafræn þjónusta ræður daglegu lífi. Reyndar eru 35% vinnuaflsins nú af aldamótakynslóðinni sem nú þegar gera ráð fyrir betri stafrænni upplifun á vinnustað. Til viðbótar eru væntingar til stafræns reksturs að aukast og þar með erum við með raunveruleika þar sem stafræn seigla næst ekki fram með hefðbundnum viðskiptalausnum. Eitt dæmi í þessu er að eftirspurn eftir stafrænum lausnum hefur aukist 5 sinnum hraðar en upplýsingatæknideildir fyrirtækja geta skilað, miðað við hið hefðbundna skipulag.

3) Lifandi gagnagreiningar: Sögulega hefur viðskiptagreind að mestu byggst á spurningunni „Hvað gerðist?“.  Samhliða öðrum kröfum til stafrænna lausna eru kröfur til viðskiptagreindar að aukast og þar sjáum við væntingar um bæði nær-rauntíma upplýsingar og ekki síður vinnslu og framsetningu gagna sem auðvelda frekar ákvarðanatöku. 

Þessi framþróun er m.a. að nást fram með auknu aðgengi að gervigreind og vélnami sem er svo fellt inn í framsetningu viðskiptagreindar.  Þessi tækni, ásamt framfara í úrvinnslu gagna og gagnaflæðis í nær-rauntíma, er hratt að breyta leiknum.

Sem dæmi er ekki óalgengt að virkar gagnagreiningar bjóði uppá val fyrir notandann þar sem t.d. frávik frá útgefinni áætlun er valið og sér þá notandinn, í rauntíma, afleiddar niðurstöður byggðar á gervigreind og/eða vélnámi.  Hér spila sjálfvirknivæðingar einnig ríkan þátt í að flæði gagna og gagnastreyma sé virkara.

Að þessu sögðu eru þær tæknilausnir sem eru í boði í dag að færa stjórnendur nær svara við spurningunum „Hvað mun gerast?“ og/eða „Hvernig get ég látið það gerast?“

Áskorunin er augljós, fyrirtæki og stofnanir þurfa að huga að aukinni stafrænni seiglu samhliða því að hlúa að og auka stafrænt læsi starfsfólks.

Tæknin er verkfærið, fólkið er lausnin.

Höfundur er Ágúst Björnsson framkvæmdastjóri ST2 www.ST2.is

ST2 er hugbúnaðar og ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í gagnavinnslu, framsetningu stjórnendaupplýsinga, sjálfvirknivæðingum, gervigreind og smíðum á sértækum viðskiptalausnum.