Skip to main content

Nú hefur Stafræni hæfniklasinn opnað nýja heimasíðu sem er hugsuð sem verkfærakista fyrir fyrirtæki, stjórnendur og starfsfólk þegar það vill stíga næsta skref í sinni stafrænu vegferð.

Töluvert hefur verið fjallað um þróun tækninnar og aukna möguleika á nýtingu hennar undanfarin ár. Í kjölfar þessarar umræðu og vangaveltna um stöðu Íslands í þessari þróun tóku VR, Samtök verslunar- og þjónustu og Háskólinn í Reykjavík höndum saman um að vinna í sameiningu að því að skapa þekkingu um stöðu einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi vegna stafrænnar umbreytingar, áhrifa hennar og tækifæra. Með þekkingu á stöðunni í farteskinu sáu VR, SVÞ og HR fyrir sér að geta miðlað henni á sameiginlegum vettvangi þar sem einnig yrði boðið upp á ráðgjöf, fræðslu og stutt námskeið til fyrirtækja og einstaklinga.  Því var ákveðið að stofna Stafræna hæfniklasann sem er settur á fótí samstarfi við íslensk stjórnvöld sem leggja til fjármagní verkefnið.

Stafræni hæfniklasinn hefur sett sér stór markmið og vinnur að ýmsum spennandi verkefnum sem öll stuðla að markmiðum klasans. En þau eru er að auka vitundarvakningu íslenskra fyrirtækja um mikilvægi þess að huga að stafrænni umbreytingu og að efla stafræna hæfni á vinnumarkaði. Á vettvangi klasans verði fyrirtæki hvött til að gefa stafrænum málum aukið rými í daglegu starfi, auk þess að stuðla að eflingu stafrænnar hæfni og þjálfun starfsfólks svo þau geti með öryggi og vilja verið þátttakendur í þessari vegferð.

Með Stafræna hæfniklasanum verði til samfélag þar sem fyrirtæki og starfsfólk getur leitað til í sinni stafrænu vegferð, hvort sem það er til að fá ráðgjöf, hlusta á raunsögur eða efla sína stafrænu hæfni hjá sjálfum sér eða öðrum. Mikilvægt er að til sé óháður vettvangur þar sem hægt er að leita jafningjafræðslu, fá aðstoð og ábendingar í stafrænni vegferð.

Stafræna bilið verður ekki brúað öðruvísi en saman

Við kynnum vefinn okkar með stolti og þökkum öllum þeim sem hafa aðstoðað okkur við uppsetningu, sent inn greinar og gefið okkur góð ráð. Okkur hlakkar til komandi samstarfs við fyrirtæki, ráðgjafa, fræðsluaðila og alla þá sem vilja leggja hönd á plóg. Hlutverk Stafræna hæfniklasans er að skapa sameiginlegt virði fyrir alla sem að honum koma.