Þriðjudaginn 1. febrúar stóð Stafræni hæfniklasinn fyrir fyrsta stafræna morgninum en stafrænir morgnar verða fastir liðir hjá Stafræna hæfniklasanum og verða sendir út reglulega. Einnig opnaði heimasíða Stafræna hæfniklasans þennan sama dag svo þessi dagur var viss áfangi í okkar vegferð. Við erum afar kát með viðtökurnar sem við fengum og þökkum öllum fyrir sem gáfu sér tíma að vera með okkur þennan fyrsta morgun. Fyrir þá sem misstu af þá má nálgast upptöku af fundinum hér.
Á fundinum fór Ólafur Andri stjórnarformaður yfir sögu Stafræna hæfniklasans og af hverju það er þörf fyrir slíkan vettvang og síðan tók Eva Karen framkvæmdastjóri klasans við og greindi frá markmiðum klasans og helstu verkefnum.
Næstu fundur verður með Advania þriðjudaginn 8. febrúar og munum við þá fara yfir niðurstöður rannsóknar sem við gerðum með Prósent þar sem við rannsökuðum annars vegar stafræna hæfni stjórnenda og hins vegar stafræna hæfni þjóðarinnar. Skráning á viðburðinn má nálgast hér.